Íslenskir Fuglar - Leðurband

Mynd af Íslenskir Fuglar - Leðurband
Höfundur: Benedikt Gröndal
Íslenskir fuglar eftir Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson (1826–1907) er eitt af hans helstu verkum en hefur verið nánast óþekkt jafnt meðal almennings sem fræðimanna. Í bókinni er birt heildaryfirlit yfir alla fugla sem sést höfðu á Íslandi svo vitað væri fram til ársins 1900 og teiknar Benedikt myndir af þeim öllum, lýsir þeim og segir frá því helsta sem um þá var vitað. Hátíðarútgáfan sýnir handritið í sinni upprunalegu stærð og umfangi, eins og Benedikt gekk frá því. Hún kemur út í 100 tölusettum eintökum sem eru handinnbundin í íslenskt sauðskinn frá Loðskinni á Sauðárkróki og í viðarkassa. Öll vinnsla bókarinnar fer fram hérlendis. Hér um að ræða einn stærsta og glæsilegasta prentgrip íslenskrar útgáfusögu. Íslenskir fuglar eru gefnir út í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands, en handrit bókarinnar hefur verið í vörslu stofnunarinnar í yfir hálfa öld. Sérfræðingar stofnunarinnar unnu að útgáfu hennar og ritun skýringa.
Halda áfram að versla

Verð: 238.598 kr.

Nánar um vöruna

Form:Innbundin
Útgáfuár:2012
Blaðsíðufjöldi:480
Vöruflokkur:Náttúra og dýralíf
Vörunúmer:CRYFUGLARLEDUR

Smelltu hér til að skrifa umsögn

Skrifaðu umsögn

Leita í öllu
  • Leita í öllu
  • Bækur
  • Rafbækur
  • Tímarit
  • CD & DVD
  • Leikföng
  • Ritföng ofl.
  • FerdavÖrur
  • Visitors
ÓskalistiKarfaengar vörur í körfu 
Opnunartími verslana